Innlent

Fjölmennasta brautskráning í sögu skólans

Dúxarnir við útskrift: Þorbjörg Árnadóttir í Þjónustustjórnun, Gunnar Sigurðsson og Bjarni Páll Tryggvason sem fengu báðir verðlaun í Verkefnastjórnun - Leiðtogaþjálfun, Guðný Árnadóttir í Rekstrar- og viðskiptafræði, Ásbjörg Högnadóttir í Löggildingu fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, Björn Erik Westergreen í Markaðssamskiptum - stefnumörkun og framkvæmd og Anna Hermannsdóttir í Mannauðsstjórnun.
Dúxarnir við útskrift: Þorbjörg Árnadóttir í Þjónustustjórnun, Gunnar Sigurðsson og Bjarni Páll Tryggvason sem fengu báðir verðlaun í Verkefnastjórnun - Leiðtogaþjálfun, Guðný Árnadóttir í Rekstrar- og viðskiptafræði, Ásbjörg Högnadóttir í Löggildingu fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, Björn Erik Westergreen í Markaðssamskiptum - stefnumörkun og framkvæmd og Anna Hermannsdóttir í Mannauðsstjórnun.
Aldrei áður hafa eins margir verið brautskráðir frá Endurmenntun Háskóla Íslands eins og gert var við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í gær, þann 12. júní. Alls voru 149 kandídatar brautskráðir af sex námsbrautum. Við upphaf athafnarinnar ávarpaði Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri nemendur og gesti og fór yfir starfssemi ársins sem og nýjar námsbrautir sem fara af stað í haust og um áramót. Ylfa Edith Jakobsdóttir, starfsþróunarstjóri Marels hélt hátíðarræðu en meðal kandídata er starfsmaður Marels. Að lokum hélt Gunnar Sigurðsson, kandídat úr Verkefnastjórnun - Leiðtogaþjálfun ávarp fyrir hönd nemenda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum. Þá segir ennfremur að ræðum loknum hafi kandídatar fengið afhent skírteini. Námsbrautirnar sex sem um ræðir eru Mannauðsstjórnun, Markaðssamskipti - stefnumörkun og framkvæmd, Nám til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, Rekstrar- og viðskiptafræði, Verkefnastjórnun - Leiðtogaþjálfun og að lokum Þjónustustjórnun.

Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur og þau hlutu: Anna Hermannsdóttir í Mannauðsstjórnun, Björn Erik Westergreen í Markaðssamskiptum, Ásbjörg Högnadóttir í Löggildingu fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, Guðný Árnadóttir í Rekstrar- og viðskiptafræði og Þorbjörg Árnadóttir í Þjónustustjórnun. Í Verkefnastjórnun - Leiðtogaþjálfun voru þrír kandídatar með hæstu einkunn: Bergljót S. Einarsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason og Gunnar Sigurðsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×