Fótbolti

Lennon átti skilið að vera í liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beckham nýtur lífsins með enska landsliðinu.
Beckham nýtur lífsins með enska landsliðinu. Nordic Photos/Getty Images

Baráttan um hægri vængstöðuna hjá enska landsliðinu er mikil en David Beckham vonast til þess að komast í byrjunarliðið á miðvikudag. Hann viðurkennir einnig að Aaron Lennon hefði átt skilið að byrja um helgina.

„Það var virkilega gaman að koma af bekknum og spila síðari hálfleik. Mér fannst Aaron samt standa sig frábærlega í fyrri hálfleik og labbaði fram hjá mönnum líkt og þeir væru ekki á staðnum," sagði Beckham.

„Hann er að spila slíkan fótbolta með Tottenham þessa dagana að hann átti fyllilega skilið að vera í byrjunarliðinu. Vonandi verður Shaun Wright-Phillips klár í slaginn á miðvikudag og þá sjáum við hvað gerist," sagði Beckham en þeir þrír berjast um kantstöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×