Innlent

Yngstu börnin taka skellinn við endurskoðun fjárhagsáætlunar

Oddvitar Samfylkingar og Vinstri grænna í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir.
Oddvitar Samfylkingar og Vinstri grænna í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir.
Yngstu grunnskólabörnin taka skellinn við endurskoðun fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar, að mati Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, segir blikur á lofti og ljóst sé að öll fyrirheit um að standa með borgarbúum í kreppunni fari að verða innantóm orð.

Í bókun sem flokkarnir lögðu fram í borgarráði í morgun segir ástæðu til að fara yfir útfærslu niðurskurðar í skólastarfi.

,,Þá er sérstök ástæða til að lýsa efasemdum um niðurskurð um 225 milljónir í viðhaldsframkvæmdum og 40 milljóna frestun viðhaldsframkvæmda í liðnum götum, gönguleiðum og opnum svæðum. Þetta er þvert á tillögugerð minnihlutans um átak í mannaflsfrekum viðhaldsverkefnum og getur varla talist skynsamleg forgangsröðun í núverandi atvinnuástandi," segir í bókun flokkanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×