Nokkrir fengið stöðu grunaðra hjá sérstökum saksóknara Ingimar Karl Helgason skrifar 15. apríl 2009 18:30 Nokkrir einstaklingar hafa fengið stöðu grunaðra í rannsókn sérstaks saksóknara bankahrunsins. Menn hafa þegar verið kallaðir inn til yfirheyrslu. Tugir mála eru til rannsóknar hjá saksóknaranum og Fjármálaeftirlitinu. Ekki er langt síðan málin byrjuðu að komast á skrið hjá embætti sérstaks saksóknara bankahrunsins. En eftir að ný ríkisstjórn tók við var ákveðið að styrkja embættið með frekari fjárframlögum. Þá var tilkynnt að Eva Joly ætti að vera embættiniu innan handar. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nokkur mál komin vel á skrið hjá embættinu. Þar verjast menn hinsvegar allra frétta og segja ekkert upphátt. Eftir því sem næst verður komist hafa nokkrir, eins og það er orðað, fengið stöðu grunaðra og sumir þegar verið yfirheyrðir. Enginn mun hafa verið handtekinn, í hefðbundnum skilningi orðsins, en menn hafa mætt sjálfviljugir til yfirheyrslna. Ekki hafa þó fengist neinar upplýsingar um hvers eðlis þessi mál eru, sem hinir grunuðu tengjast, enn fremur ekki hvort þar séu á ferð smáfiskar eða stórlaxar.Þau mál sem eru nú til skoðunar hjá embætti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitisins hlaupa á nokkrum tugum. Fjölmargir heimildarmenn hafa gefið sig fram við embættið og margir komið í viðtöl til að veita upplýsingar. Hald hefur verið lagt á gögn í einhverjum málanna og skýrslutökur hafnar. Upplýsingarnar eru afar viðkvæmar og rannsóknarhagsmunir stórir og því þegja menn þunnu hljóði um starfið sem fer fram. Umdeildir risastyrkir til stjórnmálaflokka eru ekki til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara bankahrunsins. Kæra hefur borist efnahagsbrotadeild ríkislögrelgustjórans. Ekki er útilokað að málið verði tekið til rannsóknar þar. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Nokkrir einstaklingar hafa fengið stöðu grunaðra í rannsókn sérstaks saksóknara bankahrunsins. Menn hafa þegar verið kallaðir inn til yfirheyrslu. Tugir mála eru til rannsóknar hjá saksóknaranum og Fjármálaeftirlitinu. Ekki er langt síðan málin byrjuðu að komast á skrið hjá embætti sérstaks saksóknara bankahrunsins. En eftir að ný ríkisstjórn tók við var ákveðið að styrkja embættið með frekari fjárframlögum. Þá var tilkynnt að Eva Joly ætti að vera embættiniu innan handar. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nokkur mál komin vel á skrið hjá embættinu. Þar verjast menn hinsvegar allra frétta og segja ekkert upphátt. Eftir því sem næst verður komist hafa nokkrir, eins og það er orðað, fengið stöðu grunaðra og sumir þegar verið yfirheyrðir. Enginn mun hafa verið handtekinn, í hefðbundnum skilningi orðsins, en menn hafa mætt sjálfviljugir til yfirheyrslna. Ekki hafa þó fengist neinar upplýsingar um hvers eðlis þessi mál eru, sem hinir grunuðu tengjast, enn fremur ekki hvort þar séu á ferð smáfiskar eða stórlaxar.Þau mál sem eru nú til skoðunar hjá embætti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitisins hlaupa á nokkrum tugum. Fjölmargir heimildarmenn hafa gefið sig fram við embættið og margir komið í viðtöl til að veita upplýsingar. Hald hefur verið lagt á gögn í einhverjum málanna og skýrslutökur hafnar. Upplýsingarnar eru afar viðkvæmar og rannsóknarhagsmunir stórir og því þegja menn þunnu hljóði um starfið sem fer fram. Umdeildir risastyrkir til stjórnmálaflokka eru ekki til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara bankahrunsins. Kæra hefur borist efnahagsbrotadeild ríkislögrelgustjórans. Ekki er útilokað að málið verði tekið til rannsóknar þar.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira