Innlent

Strákar hærri þegar karlar kenndu

eiríkur jónsson
eiríkur jónsson

„Stelpur taka oft fyrr út þroska en strákar. Það gæti verið ástæðan,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, spurður hverja hann telji ástæðu þess að stúlkur eru með hærri einkunnir en drengir í grunnskóla og eru nú í miklum meirihluta í vinsælustu framhaldsskólum landsins. Hann segir að KÍ hafi ekki rætt þetta á fundum.

Aðspurður telur Eiríkur ástæðuna ekki vera að meirihluti kennara sé konur. Þó segir hann áhugavert rannsóknarefni að athuga hvað hafi breyst á undanförnum áratugum frá því að karlmenn voru meirihluti kennara. Þá hafi drengir verið með hærri einkunnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×