Innlent

Þyrla sótti slasað barn

TF-LÍF sótt slasað barn á Snæfellsnesi í morgun. Myndin er tekin af vef Landhelgisgæslunnar.
TF-LÍF sótt slasað barn á Snæfellsnesi í morgun. Myndin er tekin af vef Landhelgisgæslunnar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun vegna slyss á þriggja ára stúlku í Félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja og Miklaholtshreppi. Stúlkan var við leik þegar hún féll um einn og hálfa metra niður á gólf. Hún lenti á bakinu og var óttast að um innvortis meiðsl.

Móðir stúlkunnar fór með þyrlunni sem lenti við Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan ellefu.

Læknir á slysadeild segir stúlkuna ekki vera eins mikið slasaða og talið var í fyrstu. Óljóst sé þó hvort hún verði lögð inn í sólarhring eða fái að fara heim að loknum rannsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×