Innlent

Stal meðlagi og notaði í rekstur

Innheimtustofnun sveitarfélaga
Innheimtustofnun sveitarfélaga

Tæplega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Jafnframt til að greiða Innheimtustofnun sveitarfélaga hálfa milljón króna.

Sá dæmdi hélt tæplega 350 þúsund krónum eftir af launum starfsmanns fyrirtækis, þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður. Peningana, sem ganga áttu upp í meðlagsskuldir starfsmannsins, notaði hann í rekstur fyrirtækisins.

Fjárdráttur framkvæmdastjórans stóð yfir mánaðarlega frá janúar og fram í ágúst árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×