Innlent

Þyrla kölluð út vegna slyss á Langjökli

Björgunarsveitir voru kallaðar út á sjöundatímanum í kvöld þegar tilkynnt var um slys á Langjökli.

Sæunn Ósk Kjartansdóttir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að tildrög slyssins séu óljós en svo virðist sem að maður maður hafi fallið um sprungu í Geitlandsjökli sem er vestastihluti Langjökuls. 

Björgunarsveitirnar Ok og Brák eru lagðar af stað og þá er verið að gera  þyrlu Landhelgisgæslunnar tilbúna til að fara á staðinn með fjallabjörgunarhópa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×