Lífið

Ástvinanudd hjá Ingva Hrafni

Sjónvarpsstjórinn segir ástvinanuddið hæglega geta leitt til einhvers enn skemmtilegra.
Sjónvarpsstjórinn segir ástvinanuddið hæglega geta leitt til einhvers enn skemmtilegra. fréttablaðið/Anton

„Pældu bara í því! Nú getur þú tekið konuna þína, sett hana fyrir framan sjónvarpið og sagt við hana: Fylgstu nú með. Og lærðu hvernig þú getur verið almennileg við mig,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN.

Meistari ljósvakans, Ingvi Hrafn, er stöðugt að leita nýrra leiða hvað varðar nýstárlegt sjónvarpsefni sem svínvirkar. Nú er það ástvinanudd. Ingvi Hrafn harðneitar aðspurður að þetta sjónvarpsefni sé á mörkum þess að teljast siðlegt. „Hva, ég hef fengið hann Gunnar Friðriksson, sem verið hefur með nuddnámskeið árum saman og landsþekktur sem slíkur, til að kenna réttu tökin og hreifingarnar. En hugmyndin er að ástvinir geti horft saman á sjónvarpið og lært hvernig það á að dekra hvort við annað.

Nuddað í sig vellíðan og unað… já, sem gæti endað í einhverju enn skemmtilegra. Og það eina sem þú þarft að gera er að stilla á ÍNN! Þá fyllist allt af unaði og kærleika milli fólks. Þess vegna köllum við Gunnar þetta ástvinanudd,“ segir Ingvi Hrafn. Og setur á langa ræðu um nudd sem hann segir alveg einstaklega jákvætt fyrirbæri. Og ekki sé verra ef fólk fari út í búð og kaupi sér unaðsolíu að norðan. Það sem meira er, sjónvarpsstjórinn segir þetta það eina rétta nú á krepputímum: „Við nuddum hvert annað og nuddum okkur í gegnum kreppuna.“- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.