Lífið

Auður ráðin í leikhús í eitt ár

Auður Jónsdóttir rithöfundur við hlið leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, Magnúsar Geirs Þórðarsonar.
Auður Jónsdóttir rithöfundur við hlið leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, Magnúsar Geirs Þórðarsonar.

Auður Jónsdóttir rithöfundur hefur verið valin leikskáld Borgarleikhússins 2009.

Þetta var tilkynnt á fjölmennum opnun félagsfundi í Borgarleikhúsinu í gær en Auður var valin úr stórum hópi umsækjenda. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem leikhúsið velur skáld með þessum hætti.

Nýstofnaður Leikritunarsjóður Borgarleikhússins stendur á bak við valið en ætlunin er að velja eitt skáld á hverju ári sem mun vera í fullu starfi innan veggja leikhússins og skrifa verk sem stefnt verði að því að setja upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.