Erlent

Ban Ki-moon heimsækir Gaza

Ban Ki-moon.
Ban Ki-moon.

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að heimsækja Gaza svæðið á morgun að því er fram kemur hjá fréttastofu Reuters. Þetta er haft eftir heimildum innan úr ísraelsku ríkisstjórninni og búist er við því að hann heimsæki einni suðurhluta Ísraels í sömu ferð.

Ban yrði fyrsti háttsetti embættismaðurinn til þess að heimsækja svæðið eftir að Ísraelar hófu árásir sínar á Gaza fyrir 22 dögum. Ban, sem er á ferðalagi um mið-austurlönd hafði lýst því yfir að hann hefði hug á að heimsækja Gaza, að því gefnu að árásum hefði linnt. Vopnahlé gekk í gildi á svæðinu í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×