Á fyrri helmingi ársins fluttu 1.532 fleiri frá landinu en til þess. Á sama tímabili í fyrra fluttu hins vegar um 2.674 fleiri til landsins en frá því, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Flestir sem fluttu frá landinu í ár fluttu til Póllands, eða 1247 manns. Um helmingi færri, eða 676 fluttu til Danmerkur, 565 fluttu til Noregs og 317 fluttu til Svíþjóðar. Á þessum sex mánuðum fluttu flestir, eða 667 til landsins frá Póllandi, 540 fluttu frá Danmörku, 151 flutti frá Svíþjóð, 145 frá Bretlandi og 117 frá Bandaríkjunum.
Flýja Ísland
Jón Hákon Halldórsson skrifar
