Íslenski boltinn

Atli: Erum til alls líklegir í sumar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Atli Eðvaldsson.
Atli Eðvaldsson.

Atli Eðvaldsson stýrði Valsmönnum til sigurs í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið í Pepsi-deildinni gegn KR í dag. Atli var gríðarlega sáttur með stigin þrjú.

„Þetta var mjög erfiður leikur á erfiðum velli gegn sterku liði þannig að ég er sáttur með útkomuna. Við erum náttúrulega að ganga í gegnum ákveðnar breytingar og mér fannst við leika vel á köflum en það er margt sem má laga. Ég er samt ánægður með að við skildum halda áfram þrátt fyrir að lenda tvisvar sinnum undir og missa þrjá leikmenn út vegna meiðsla," segir Atli.

Atli á von á því að Valsmenn verði sterkari og sterkari eftir því sem líður á sumarið.

„Það góða við þennan leik var að ég sá marga veikleika á liðinu og við munum vinna í því að bæta þá. Næsti leikur okkar á móti KR verður miklu betri af okkar hálfu, því get ég lofað. Þegar við getum spilað okkar leik og nýtt okkur styrkleikana sem búa í liðinu þá erum við til alls líklegir í sumar," segir Atli ákveðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×