Enski boltinn

Grétar Rafn í nýju hlutverki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn í leik með Bolton gegn Manchester United.
Grétar Rafn í leik með Bolton gegn Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Grétar Rafn Steinsson er í nýju hlutverki hjá Bolton þar sem hann leikur nú á hægri kantinum en ekki í bakverðinum eins og hann hefur gert síðan hann kom til félagsins.

Grétar Rafn er þó ekki ókunnugur þessu hlutverki þar sem hann hefur oft sinnt því fyrir íslenska landsliðið.

Andy O'Brien kom nýr inn í byrjunarlið Bolton frá síðasta leik og leikur í gömlu stöðunni hans Grétars.

Ricardo Gardner á við meiðsli að stríða og gat því ekki spilað með Bolton í dag. Hann lék síðast á vinstri kantinum en Matthew Taylor sinnir því hlutverki í dag. Taylor var á hægri kantinum í síðasta leik er Bolton vann 3-2 sigur á Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×