Innlent

Bílvelta í Hveradölum - ófærð á Hellisheiði

MYND/PB
Bílvelta varð í Hveradölum í gærkvöldi en þar voru aðstæður slæmar vegna veðurs. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist hann ekki en bíllinn mun vera nokkuð skemmdur. Að sögn lögreglu var Hellisheiðin að mestu ófær fyrir fólksbíla í nótt og í morgun en á svæðinu er éljagangur og mikil hálka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×