Kosningaklippingin kallar fram kynþokka þingmanna 11. mars 2009 05:30 Bjarni í stólnum. Bjarni Harðarson er einn þeirra sem hafa sest í stól Kjartans og látið lappa upp á hárið. Aðrir þingmenn sem hafa látið skera þar hár sitt eru Guðni Ágústsson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen.Mynd/Sunnlendingur.is „Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri. Meðal þeirra sem hafa sest í stólinn fyrir kosningar og prófkjör með góðum árangri eru framsóknarmennirnir Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson, ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde og svo Björgvin G. Sigurðsson. Þegar Kjartani er bent á að þessir menn hafi þurft að segja af sér þingmennsku og misst ráðherrastóla að undanförnu er hann fljótur til svara. „Þetta er auðvitað að einhverju leyti rétt en þessir menn komu líka hingað þegar þeir unnu sína stærstu sigra,“ útskýrir Kjartan og upplýsir meðal annars að Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknirinn sem sigraði í prófkjöri framsóknarmanna í suðurkjördæmi, hafi látið klippa sig skömmu fyrir kosningar. „Þá kom Geir líka hingað fyrir síðustu kosningar þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur.“ Kjartan upplýsir síðan að Bjarni Benediksson, sem býður sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi þegar boðað komu sína. „Hann hefur reyndar verið ansi lengi á leiðinni, hann verður að koma vilji hann ná góðu kjöri á landsfundinum,“ segir Kjartan og hlær. Hárskerinn viðurkennir að þingmanna-klippingarnar séu svipaðar, þó að hver og einn hafi auðvitað sinn stíl. Kosningaklippingin verði þó að laða fram kynþokkann sem sé nauðsynlegur hverjum stjórnmálamanni. „Þarna er hárfín lína á milli,“ útskýrir hann. Rakarastofa Kjartans og Björns er hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Afi Kjartans stofnaði fyrirtækið 1948 og pabbi hans, Björn, hefur klippt Sunnlendinga í fjörutíu ár. „Sjálfur hef ég verið að vinna hérna í 27 ár og er ekki nema rétt rúmlega þrítugur,“ segir Kjartan en auk þess er yngsti bróðirinn einnig með skærin á lofti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira
„Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri. Meðal þeirra sem hafa sest í stólinn fyrir kosningar og prófkjör með góðum árangri eru framsóknarmennirnir Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson, ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde og svo Björgvin G. Sigurðsson. Þegar Kjartani er bent á að þessir menn hafi þurft að segja af sér þingmennsku og misst ráðherrastóla að undanförnu er hann fljótur til svara. „Þetta er auðvitað að einhverju leyti rétt en þessir menn komu líka hingað þegar þeir unnu sína stærstu sigra,“ útskýrir Kjartan og upplýsir meðal annars að Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknirinn sem sigraði í prófkjöri framsóknarmanna í suðurkjördæmi, hafi látið klippa sig skömmu fyrir kosningar. „Þá kom Geir líka hingað fyrir síðustu kosningar þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur.“ Kjartan upplýsir síðan að Bjarni Benediksson, sem býður sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi þegar boðað komu sína. „Hann hefur reyndar verið ansi lengi á leiðinni, hann verður að koma vilji hann ná góðu kjöri á landsfundinum,“ segir Kjartan og hlær. Hárskerinn viðurkennir að þingmanna-klippingarnar séu svipaðar, þó að hver og einn hafi auðvitað sinn stíl. Kosningaklippingin verði þó að laða fram kynþokkann sem sé nauðsynlegur hverjum stjórnmálamanni. „Þarna er hárfín lína á milli,“ útskýrir hann. Rakarastofa Kjartans og Björns er hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Afi Kjartans stofnaði fyrirtækið 1948 og pabbi hans, Björn, hefur klippt Sunnlendinga í fjörutíu ár. „Sjálfur hef ég verið að vinna hérna í 27 ár og er ekki nema rétt rúmlega þrítugur,“ segir Kjartan en auk þess er yngsti bróðirinn einnig með skærin á lofti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira