Fótbolti

Leikurinn var í járnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. Mynd/Valli

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari sagði að leikurinn gegn Kína í dag hafi verið mjög jafn en Ísland tapaði leiknum, 2-1, og lenti þar með í sjötta sæti á Algarve-mótinu í Portúgal.

„Við lékum að mörgu leyti ágætlega í leiknum. En við vorum svolítið búnar á því eftir langt og strangt mót. Leikmannahópurinn er líka svolítið lemstraður og voru þrír leikmenn ekki leikfærir í dag. Auk þess fór einn leikmaður, Rakel Hönnudóttir, út af eftir að hafa fengið höfuðhögg."

„Ég hefði viljað haft fleiri kosti til þess að skipta leikmönnum útaf enda virkuðu leikmenn þreyttar í sóknarleiknum. En sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var en munurinn var sá að Kína nýtti sín færi í botn."

Sigurður Ragnar er þó ánægður með frammistöðu Íslands á mótinu.

„Á góðum degi getum við náð góðum úrslitum gegn öllum þessum liðum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×