Innlent

Þjáðist af gigt í Eurovision

Eurovision í Moskvu Jóhanna Guðrún var þjökuð af gigt þegar hún söng Is it true? í vor.
Eurovision í Moskvu Jóhanna Guðrún var þjökuð af gigt þegar hún söng Is it true? í vor.

„Það halda rosalega margir að aðeins gamalt fólk fái gigt. Það er alls ekki rétt," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona, sem þjáðist verulega af gigt þegar hún söng í Eurovision í Moskvu í vor. „Ég fór í háhæluðu skóna rétt áður en ég fór á svið því ég var svo bólgin á tánum," segir hún.

Jóhanna hefur verið með gigt frá unga aldri en var ekki fyrr en nýlega greind með liðagigt sem varð til þess að hún var sett á rétt lyf. Hún gengur í fararbroddi árlegrar gigtargöngu á fimmtudaginn sem farin er frá Ingólfstorgi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×