Innlent

Segja úthlutanir ólögmætar

Að mati framkvæmdastjóra Hvalaskoðunarfyrirtækja brutu leyfisveitingar fyrir hvalveiðar gegn jafnræðisreglum 65. greinar stjórnarskrárinnar og stjórnsýsluréttar.
Að mati framkvæmdastjóra Hvalaskoðunarfyrirtækja brutu leyfisveitingar fyrir hvalveiðar gegn jafnræðisreglum 65. greinar stjórnarskrárinnar og stjórnsýsluréttar.

„Við erum nokkuð vongóð um að þessi kvörtun muni bera árangur.,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavík ehf. Rannveig, og Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar ehf., hafa sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að láta ákvörðun forvera síns um úthlutun veiðiheimilda á hval í sumar standa.

Í kvörtuninni segir að upphafleg ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar hafi verið ólögmæt, og eins þær ákvarðanir um leyfisveitingar sem teknar voru í kjölfarið. Kvörtun hvalaskoðunarfyrirtækjanna beinist þó fyrst og fremst að þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta úthlutun veiðiheimildanna standa.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×