Innlent

Jóhanna: Ég er hrærð, stolt og auðmjúk

Frá kosningavöku flokksins á Grand Hótel.
Frá kosningavöku flokksins á Grand Hótel.

„Okkar tími er kominn," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra við stuðningsmenn sína á Grand hótel fyrir stundu og fjöldinn ærðist þegar þau fögnuðu góðu gengi flokksins eftir að fyrstu atkvæði hafa verið talinn.

Jóhanna sagði að draumur jafnaðarmanna hefði ræst, nú væri Ísland komið í hóp velferðarþjóða á Norðurlöndum.

„Við erum að verða stærsti flokkurinn á Íslandi og það mun þýða miklar breytingar," sagði Jóhanna og uppskar hraustlegt klapp.

Hún sagði að frá stofnun lýðræðis Íslands hefðu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stjórnað Íslandi og þar af hefðu jafnaðarmenn verið í fjögur ár við völd.

„En nú eru nýir tímar, landslagið er annað, Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið hérna allt of lengi," sagði Jóhanna.

Hún segir að nú hafi flokkurinn fengið umboð til þess að sækja um að fara í Evrópusambandið og það sé ljóst að það sé það sem fólkið vilji. Það, og ný gildi og siðferðismat.

Að lokum sagði Jóhanna: „Ég er hrærð, stolt og auðmjúk á þessari stundu þegar við erum að upplifa þennan sögulega sigur jafnaðarmanna."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×