Lífið

Rodriguez endurgerir Predator

Robert Rodriguez
Robert Rodriguez
Leikstjóri Sin City-myndarinnar, Robert Rodriguez, hyggst endurlífga kvikmyndirnar um Predator. Hann hyggst meira að segja láta þessa morðóðu geimveru fá nokkra samstarfsfélaga og þá er ljóst að mannkynið þarf á byssuglaðri hetju að halda til að stöðva þetta óargadýr. Predator birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 1987 og sló umsvifalaust í gegn. Framhaldið þótti hins vegar ekki merkilegur pappír og því lognaðist serían eiginlega út af. Ekki er komin nákvæm tímasetning en næsta verkefni Rodriguez er kvikmyndin Machete sem er byggð á stiklu úr tvíleik leikstjórans og Quentins Tarantino, Grindhouse. Machete fjallar um leigumorðingja sem er svikinn af umbjóðendum sínum og ákveður að halda í blóðuga hefndarför.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.