Innlent

Á von á að viðræður hefjist á morgun

Steingrímur á von á því að stjórnarmyndunarviðræður hefjist á morgun. Mynd/ Daníel.
Steingrímur á von á því að stjórnarmyndunarviðræður hefjist á morgun. Mynd/ Daníel.
„Ég geri ráð fyrir að við hittumst jafnvel strax á morgun," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, fyrir stundu.

Steingrímur sagði í samtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins að úrslit kosninganna væru söguleg. Þetta væri hrun Sjálfstæðisflokksins og nýfrjálshyggjunnar. Um væri að ræða gríðarlega vinstri sveiflu í þessum kosningum.

Hann sagði að það væru mikil tíðindi hve mikinn stuðning VG fær í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Steingríms.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×