Innlent

Orkusetur á varnarsvæðinu

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur um uppbyggingu rannsóknarseturs í orkuvísindum á gamla varnarsvæðinu sem hlotið hefur nafnið Ásbrú.

Þar á að stunda rannsóknir á sviði orkuvísinda, einkum á sviði jarðvarma og annarrar endurnýjanlegrar orku og innlendrar orkuframleiðslu. Setrið verður nýtt sem kennsluaðstaða í orkuvísindum fyrir ýmsa skóla.

Að verkefninu standa Háskóli Íslands, Keilir, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, HS Veitur og HS Orka. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×