Lífið

Sumargleðin mætir Sigur Rós

Hatrömm barátta Sumargleðin með Hemma Gunn, Þorgeir Ástvalds og Ómar Ragnarsson innanborðs etur kappi við Sigur Rós í opnunarleik Popppunkts.
Hatrömm barátta Sumargleðin með Hemma Gunn, Þorgeir Ástvalds og Ómar Ragnarsson innanborðs etur kappi við Sigur Rós í opnunarleik Popppunkts.

„Þetta er ekki staðfest en það eru allar líkur á því að þetta gangi eftir,“ segir Felix Bergsson, annar af stjórnendum Popppunkts. Opnunarleikur þessar sívinsælu spurningakeppni tónlistarmanna ætti að vera sögulegur í meira lagi því flest bendir til að hann verði milli Sumargleðinnar, með þá Hemma Gunn, Þorgeir Ástvalds og Ómar Ragnarsson innanborðs, og súperstjarnanna í Sigur Rós.

Sigur Rós hefur aldrei tekið þátt í Popppunkti, þeir félagar hafa verið uppteknir við tónleikaferðalög um heiminn þegar upptökur hafa farið fram á þættinum. Felix skoraði á Sigur Rós í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að láta slag standa í ár og drengirnir virðast hafa tekið þeirri áskorun.

Felix viður­­kennir aftur á móti að fjögurra manna hljómsveitir séu alltaf erfiðastar viðureignar því rígur getur komið upp á milli manna um hvaða þrír meðlimir eigi að vera sverð, skjöldur og sómi sveitarinnar.

Undirbúningur er nú í fullum gangi og fjölmargir hafa lýst yfir áhuga sínum á að fá að keppa um þennan eftirsóknar­verða titil: gáfaðasta band landsins.

„Það vilja bara allir vera með en við erum alveg staðráðnir í því að búa til nýja seríu þar sem nýjar sveitir fá að spreyta sig,“ segir Felix.

Of langt mál færi í að telja upp allar þær sveitir sem koma við sögu í Popppunkti ársins en meðal þeirra helstu má nefna Baggalút, Jeff Who?, Múm, Veðurguðina, Buffið, Ljótu hálfvitana, Hvanndalsbræður og Sprengjuhöllina.

„Og svo má ekki gleyma Eurobandinu og Elektra,“ skýtur Felix inn í.- fgg

Ný andlit Felix Bergsson boðar ný andlit í Popppunkti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.