Innlent

Viðvörun frá lögreglu: Slæmar aðstæður á Hólssandi

Lögreglan á Húsavík varar við slæmum aðstæðum á veginum um Hólssand.
Lögreglan á Húsavík varar við slæmum aðstæðum á veginum um Hólssand.

Lögreglan á Húsavík vill koma á framfæri viðvörun til vegfarenda um Hólssand. Vegkaflinn frá Grímsstöðum á fjöllum að Dettifossi er í það slæmu ásigkomulagi að ökumönnum með tjaldvagna eða fellihýsi í eftirdragi er ráðið frá því að ferðast um veginn.

Um síðustu helgi valt bíll erlendra ferðamanna útaf veginum en bílveltuna má rekja til ástands vegarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×