Erlent

Fimm látnir eftir fjöldamorð í Sydney

Harmleikur í Sydney
Harmleikur í Sydney
Fimm manns, þar á meðal tvö börn, liggja í valnum eftir skelfilegt fjöldamorð í heimahúsi í Sydney í Ástralíu. Talið er að fólkið hafi verið barið til dauða af tilefnislausu.

Lögregla segir að fórnarlömbin sem fundust í húsinu séu líklegast fjögurra manna fjölskylda og einn kvenkyns ættingi. „Áverkarnir á fólkinu eru skelfilegir," sagði yfirlögregluþjónninn Geoff Beresford. „Þetta eru allt ljótir áverkar á efri hluta líkamans og höfði, sem gerir okkur erfitt fyrir þegar kemur að því að bera kennsl á líkin." Hann segir að um mjög ofbeldisfulla árás sé að ræða sem ferð hafi verið af nokkurri nákvæmni.

Lögregla telur að hinir látnu séu 45 ára karlmaður, 43 ára gömul kona hans, synir þeirra, tólf og níu ára og systir konunnar sem er 39 ára. Hún hefur ekki gefið upp nöfn hinna látnu en samkvæmt erlendum miðlum voru tveir af hinum látnu hjónin Min Lin og kona hans Yun Li Lin en þau eru bæði fædd í Kína.

Í upphafi var talið að um morð og sjálfsvíg hafi verið að ræða, mögulega heimilisofbeldi, en nú hefur sá möguleiki verið útilokaður og viðurkennir yfirlögregluþjónninn að lögregla reyni nú hvað þeir geta að finna einhvern sem hafði ástæðu til að vinna slíkt voðaverk.

Nágranni fjölskyldunnar, Pamela Burgess, segir að að fjölskyldan hafi verið vinaleg og börnin þeirra gengið í hverfisskólann. Fólkið hafi verið ósköp venjulegt fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×