Erlent

Myndband af hermanni í haldi Talibana birt á netinu

Myndband heftur verið birt á netinu sem sýnir bandarískan hermann, sem saknað hefur verið um nokkurt skeið, í haldi Talibana. Hermaðurinn hvarf í Suðaustur-Afganistan í júní en ekkert hefur spurst til hans síðan.

Nokkur myndskeið af hermanninum hafa nú birst á Youtube. Þar sést hann tala í myndavélina og bera skilaboð til fjölskyldu sinnar og vina. Í myndbandinu segist hermaðurinn vera hræddur um að hann komist heim. Þá heyrsist hann einni hvetja bandarísk yfirvöld til að kalla herlið heim frá Afganistan.

Bandaríski herinn brást skótt við og hefur fordæmt birtingu myndbandsins. Talsmaður hersisns segir það andstætt alþjóðlögum að nota stríðsfanga í áróðurstilgangi og hefur hert leitina að hermanninum.

Myndbandið má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×