Innlent

Clinton komin til Mumbai

Hillary Clinton
Hillary Clinton Mynd/ AP
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Mumbai á Indlandi í morgun. Hún ætlar að ræða við Singh forsætisráðherra og Krishna utanríksráðherra um öryggis og varnarmál á svæðinu, baráttuna gegn hryðjuverkum og loftslagsmál.

Fréttaskýrendur segja að Clinton ætli að leggja sérstaka áherslu á loftslagsmálin en Indverjar hafa eins og Kínverjar neitað að setja takmörk á losun skaðlegra lofttegunda, sem þeir segja að muni koma niður á efnahagslífi landsins.

Þeir segja að Vesturveldin hafi undanfarna áratugi mengað mest og þurfi því að setja sér strangari takmörk en aðrir.

Viðræður Clinton við Indverja nú eru liður í undirbúningi fyrir ráðstefnu sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember þar sem samþykkja á nýjan umhverfissáttmála í stað Kyoto bókunarinnar sem rennur út 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×