Helmingur opinberra starfsmanna getur búist við launalækkun 19. júní 2009 12:24 Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. Ýmsir voru orðnir langeygir eftir bandorminum - sem tekur á því hvernig stjórnvöld ætla að taka á rekstrarhalla ríkissjóðs upp á rúma 20 milljarða króna. Bandormurinn kom fram í gærkvöldi á alþingi, var kynntur á fréttamannafundi í morgun og fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir hádegi. Áður hefur komið fram að tryggingagjald verður hækkað, hátekjuskattur lagður á tekjur yfir 700 þúsund krónur og að fjármagnstekjuskattur hækkar um 5%. Nú er líka komið á daginn sem legið hefur í loftinu - sykurskattur verður lagður á, frá og með 1. september, þannig að virðisaukaskattur á sykur, sætindi og óáfengar drykkjarvörur verður hækkaður úr 7 prósentum upp í 24,5%. Þetta er eini liður skattahækkana í bandorminum sem mun hafa áhrif á neysluvísitölu - og þar með verðtryggðar skuldir - og innistæður. Talið er að neysluvísitalan muni hækka um 0,25% við sykurskattinn. Þá ætlar ríkið að herða skattaeftirlit - en talið er að ríkið verði af 40 milljarða króna skatttekjum á ári vegna undanskota. Hvaða leiðir stjórnvöld hyggjast fara til að skera niður í rekstri ríkisins hefur hins vegar ekki áður komið fram. Skera á niður hjá öllum ráðuneytum um 10% - nema 7% hjá menntamálaráðuneyti og 5% hjá félags- og heilbrigðisráðuneytum. Foreldrar sem eignast börn eftir fyrsta júlí fá að hámarki 350 þúsund krónur í fæðingarorlof - í stað 400 eins og nú er. Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verður lækkaða, grunnlífeyrir verður skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Hámark verður sett á gjafsóknir, tímakaup lögmanna í sakamálum verður lækkað og sóknargjöld verða lækkuð. Þá verða laun þeirra níu þúsund opinberra starfsmanna sem hafa yfir 400 þúsund krónur í heildarlaun, endurskoðuð. Forðast verður að segja upp fólki eftir fremsta megni. Tengdar fréttir Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. Ýmsir voru orðnir langeygir eftir bandorminum - sem tekur á því hvernig stjórnvöld ætla að taka á rekstrarhalla ríkissjóðs upp á rúma 20 milljarða króna. Bandormurinn kom fram í gærkvöldi á alþingi, var kynntur á fréttamannafundi í morgun og fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir hádegi. Áður hefur komið fram að tryggingagjald verður hækkað, hátekjuskattur lagður á tekjur yfir 700 þúsund krónur og að fjármagnstekjuskattur hækkar um 5%. Nú er líka komið á daginn sem legið hefur í loftinu - sykurskattur verður lagður á, frá og með 1. september, þannig að virðisaukaskattur á sykur, sætindi og óáfengar drykkjarvörur verður hækkaður úr 7 prósentum upp í 24,5%. Þetta er eini liður skattahækkana í bandorminum sem mun hafa áhrif á neysluvísitölu - og þar með verðtryggðar skuldir - og innistæður. Talið er að neysluvísitalan muni hækka um 0,25% við sykurskattinn. Þá ætlar ríkið að herða skattaeftirlit - en talið er að ríkið verði af 40 milljarða króna skatttekjum á ári vegna undanskota. Hvaða leiðir stjórnvöld hyggjast fara til að skera niður í rekstri ríkisins hefur hins vegar ekki áður komið fram. Skera á niður hjá öllum ráðuneytum um 10% - nema 7% hjá menntamálaráðuneyti og 5% hjá félags- og heilbrigðisráðuneytum. Foreldrar sem eignast börn eftir fyrsta júlí fá að hámarki 350 þúsund krónur í fæðingarorlof - í stað 400 eins og nú er. Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verður lækkaða, grunnlífeyrir verður skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Hámark verður sett á gjafsóknir, tímakaup lögmanna í sakamálum verður lækkað og sóknargjöld verða lækkuð. Þá verða laun þeirra níu þúsund opinberra starfsmanna sem hafa yfir 400 þúsund krónur í heildarlaun, endurskoðuð. Forðast verður að segja upp fólki eftir fremsta megni.
Tengdar fréttir Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38
Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06