Helmingur opinberra starfsmanna getur búist við launalækkun 19. júní 2009 12:24 Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. Ýmsir voru orðnir langeygir eftir bandorminum - sem tekur á því hvernig stjórnvöld ætla að taka á rekstrarhalla ríkissjóðs upp á rúma 20 milljarða króna. Bandormurinn kom fram í gærkvöldi á alþingi, var kynntur á fréttamannafundi í morgun og fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir hádegi. Áður hefur komið fram að tryggingagjald verður hækkað, hátekjuskattur lagður á tekjur yfir 700 þúsund krónur og að fjármagnstekjuskattur hækkar um 5%. Nú er líka komið á daginn sem legið hefur í loftinu - sykurskattur verður lagður á, frá og með 1. september, þannig að virðisaukaskattur á sykur, sætindi og óáfengar drykkjarvörur verður hækkaður úr 7 prósentum upp í 24,5%. Þetta er eini liður skattahækkana í bandorminum sem mun hafa áhrif á neysluvísitölu - og þar með verðtryggðar skuldir - og innistæður. Talið er að neysluvísitalan muni hækka um 0,25% við sykurskattinn. Þá ætlar ríkið að herða skattaeftirlit - en talið er að ríkið verði af 40 milljarða króna skatttekjum á ári vegna undanskota. Hvaða leiðir stjórnvöld hyggjast fara til að skera niður í rekstri ríkisins hefur hins vegar ekki áður komið fram. Skera á niður hjá öllum ráðuneytum um 10% - nema 7% hjá menntamálaráðuneyti og 5% hjá félags- og heilbrigðisráðuneytum. Foreldrar sem eignast börn eftir fyrsta júlí fá að hámarki 350 þúsund krónur í fæðingarorlof - í stað 400 eins og nú er. Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verður lækkaða, grunnlífeyrir verður skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Hámark verður sett á gjafsóknir, tímakaup lögmanna í sakamálum verður lækkað og sóknargjöld verða lækkuð. Þá verða laun þeirra níu þúsund opinberra starfsmanna sem hafa yfir 400 þúsund krónur í heildarlaun, endurskoðuð. Forðast verður að segja upp fólki eftir fremsta megni. Tengdar fréttir Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. Ýmsir voru orðnir langeygir eftir bandorminum - sem tekur á því hvernig stjórnvöld ætla að taka á rekstrarhalla ríkissjóðs upp á rúma 20 milljarða króna. Bandormurinn kom fram í gærkvöldi á alþingi, var kynntur á fréttamannafundi í morgun og fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir hádegi. Áður hefur komið fram að tryggingagjald verður hækkað, hátekjuskattur lagður á tekjur yfir 700 þúsund krónur og að fjármagnstekjuskattur hækkar um 5%. Nú er líka komið á daginn sem legið hefur í loftinu - sykurskattur verður lagður á, frá og með 1. september, þannig að virðisaukaskattur á sykur, sætindi og óáfengar drykkjarvörur verður hækkaður úr 7 prósentum upp í 24,5%. Þetta er eini liður skattahækkana í bandorminum sem mun hafa áhrif á neysluvísitölu - og þar með verðtryggðar skuldir - og innistæður. Talið er að neysluvísitalan muni hækka um 0,25% við sykurskattinn. Þá ætlar ríkið að herða skattaeftirlit - en talið er að ríkið verði af 40 milljarða króna skatttekjum á ári vegna undanskota. Hvaða leiðir stjórnvöld hyggjast fara til að skera niður í rekstri ríkisins hefur hins vegar ekki áður komið fram. Skera á niður hjá öllum ráðuneytum um 10% - nema 7% hjá menntamálaráðuneyti og 5% hjá félags- og heilbrigðisráðuneytum. Foreldrar sem eignast börn eftir fyrsta júlí fá að hámarki 350 þúsund krónur í fæðingarorlof - í stað 400 eins og nú er. Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verður lækkaða, grunnlífeyrir verður skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Hámark verður sett á gjafsóknir, tímakaup lögmanna í sakamálum verður lækkað og sóknargjöld verða lækkuð. Þá verða laun þeirra níu þúsund opinberra starfsmanna sem hafa yfir 400 þúsund krónur í heildarlaun, endurskoðuð. Forðast verður að segja upp fólki eftir fremsta megni.
Tengdar fréttir Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38
Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06