Helmingur opinberra starfsmanna getur búist við launalækkun 19. júní 2009 12:24 Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. Ýmsir voru orðnir langeygir eftir bandorminum - sem tekur á því hvernig stjórnvöld ætla að taka á rekstrarhalla ríkissjóðs upp á rúma 20 milljarða króna. Bandormurinn kom fram í gærkvöldi á alþingi, var kynntur á fréttamannafundi í morgun og fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir hádegi. Áður hefur komið fram að tryggingagjald verður hækkað, hátekjuskattur lagður á tekjur yfir 700 þúsund krónur og að fjármagnstekjuskattur hækkar um 5%. Nú er líka komið á daginn sem legið hefur í loftinu - sykurskattur verður lagður á, frá og með 1. september, þannig að virðisaukaskattur á sykur, sætindi og óáfengar drykkjarvörur verður hækkaður úr 7 prósentum upp í 24,5%. Þetta er eini liður skattahækkana í bandorminum sem mun hafa áhrif á neysluvísitölu - og þar með verðtryggðar skuldir - og innistæður. Talið er að neysluvísitalan muni hækka um 0,25% við sykurskattinn. Þá ætlar ríkið að herða skattaeftirlit - en talið er að ríkið verði af 40 milljarða króna skatttekjum á ári vegna undanskota. Hvaða leiðir stjórnvöld hyggjast fara til að skera niður í rekstri ríkisins hefur hins vegar ekki áður komið fram. Skera á niður hjá öllum ráðuneytum um 10% - nema 7% hjá menntamálaráðuneyti og 5% hjá félags- og heilbrigðisráðuneytum. Foreldrar sem eignast börn eftir fyrsta júlí fá að hámarki 350 þúsund krónur í fæðingarorlof - í stað 400 eins og nú er. Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verður lækkaða, grunnlífeyrir verður skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Hámark verður sett á gjafsóknir, tímakaup lögmanna í sakamálum verður lækkað og sóknargjöld verða lækkuð. Þá verða laun þeirra níu þúsund opinberra starfsmanna sem hafa yfir 400 þúsund krónur í heildarlaun, endurskoðuð. Forðast verður að segja upp fólki eftir fremsta megni. Tengdar fréttir Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. Ýmsir voru orðnir langeygir eftir bandorminum - sem tekur á því hvernig stjórnvöld ætla að taka á rekstrarhalla ríkissjóðs upp á rúma 20 milljarða króna. Bandormurinn kom fram í gærkvöldi á alþingi, var kynntur á fréttamannafundi í morgun og fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir hádegi. Áður hefur komið fram að tryggingagjald verður hækkað, hátekjuskattur lagður á tekjur yfir 700 þúsund krónur og að fjármagnstekjuskattur hækkar um 5%. Nú er líka komið á daginn sem legið hefur í loftinu - sykurskattur verður lagður á, frá og með 1. september, þannig að virðisaukaskattur á sykur, sætindi og óáfengar drykkjarvörur verður hækkaður úr 7 prósentum upp í 24,5%. Þetta er eini liður skattahækkana í bandorminum sem mun hafa áhrif á neysluvísitölu - og þar með verðtryggðar skuldir - og innistæður. Talið er að neysluvísitalan muni hækka um 0,25% við sykurskattinn. Þá ætlar ríkið að herða skattaeftirlit - en talið er að ríkið verði af 40 milljarða króna skatttekjum á ári vegna undanskota. Hvaða leiðir stjórnvöld hyggjast fara til að skera niður í rekstri ríkisins hefur hins vegar ekki áður komið fram. Skera á niður hjá öllum ráðuneytum um 10% - nema 7% hjá menntamálaráðuneyti og 5% hjá félags- og heilbrigðisráðuneytum. Foreldrar sem eignast börn eftir fyrsta júlí fá að hámarki 350 þúsund krónur í fæðingarorlof - í stað 400 eins og nú er. Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verður lækkaða, grunnlífeyrir verður skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Hámark verður sett á gjafsóknir, tímakaup lögmanna í sakamálum verður lækkað og sóknargjöld verða lækkuð. Þá verða laun þeirra níu þúsund opinberra starfsmanna sem hafa yfir 400 þúsund krónur í heildarlaun, endurskoðuð. Forðast verður að segja upp fólki eftir fremsta megni.
Tengdar fréttir Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38
Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06