Helmingur opinberra starfsmanna getur búist við launalækkun 19. júní 2009 12:24 Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. Ýmsir voru orðnir langeygir eftir bandorminum - sem tekur á því hvernig stjórnvöld ætla að taka á rekstrarhalla ríkissjóðs upp á rúma 20 milljarða króna. Bandormurinn kom fram í gærkvöldi á alþingi, var kynntur á fréttamannafundi í morgun og fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir hádegi. Áður hefur komið fram að tryggingagjald verður hækkað, hátekjuskattur lagður á tekjur yfir 700 þúsund krónur og að fjármagnstekjuskattur hækkar um 5%. Nú er líka komið á daginn sem legið hefur í loftinu - sykurskattur verður lagður á, frá og með 1. september, þannig að virðisaukaskattur á sykur, sætindi og óáfengar drykkjarvörur verður hækkaður úr 7 prósentum upp í 24,5%. Þetta er eini liður skattahækkana í bandorminum sem mun hafa áhrif á neysluvísitölu - og þar með verðtryggðar skuldir - og innistæður. Talið er að neysluvísitalan muni hækka um 0,25% við sykurskattinn. Þá ætlar ríkið að herða skattaeftirlit - en talið er að ríkið verði af 40 milljarða króna skatttekjum á ári vegna undanskota. Hvaða leiðir stjórnvöld hyggjast fara til að skera niður í rekstri ríkisins hefur hins vegar ekki áður komið fram. Skera á niður hjá öllum ráðuneytum um 10% - nema 7% hjá menntamálaráðuneyti og 5% hjá félags- og heilbrigðisráðuneytum. Foreldrar sem eignast börn eftir fyrsta júlí fá að hámarki 350 þúsund krónur í fæðingarorlof - í stað 400 eins og nú er. Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verður lækkaða, grunnlífeyrir verður skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Hámark verður sett á gjafsóknir, tímakaup lögmanna í sakamálum verður lækkað og sóknargjöld verða lækkuð. Þá verða laun þeirra níu þúsund opinberra starfsmanna sem hafa yfir 400 þúsund krónur í heildarlaun, endurskoðuð. Forðast verður að segja upp fólki eftir fremsta megni. Tengdar fréttir Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Helmingur opinberra starfsmanna má búast við endurskoðun heildarlauna. Hægt verður á vegaframkvæmdum eða þeim frestað, nefndakostnaður skorinn niður um helming, aðkeypt sérfræðiþjónusta snarminnkuð og setja á meiri hörku í að draga úr skattsvikum. Þetta er meðal þess sem stjórnvöld ætla að gera til að skera niður til að draga úr fjárlagahallanum. Ýmsir voru orðnir langeygir eftir bandorminum - sem tekur á því hvernig stjórnvöld ætla að taka á rekstrarhalla ríkissjóðs upp á rúma 20 milljarða króna. Bandormurinn kom fram í gærkvöldi á alþingi, var kynntur á fréttamannafundi í morgun og fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir hádegi. Áður hefur komið fram að tryggingagjald verður hækkað, hátekjuskattur lagður á tekjur yfir 700 þúsund krónur og að fjármagnstekjuskattur hækkar um 5%. Nú er líka komið á daginn sem legið hefur í loftinu - sykurskattur verður lagður á, frá og með 1. september, þannig að virðisaukaskattur á sykur, sætindi og óáfengar drykkjarvörur verður hækkaður úr 7 prósentum upp í 24,5%. Þetta er eini liður skattahækkana í bandorminum sem mun hafa áhrif á neysluvísitölu - og þar með verðtryggðar skuldir - og innistæður. Talið er að neysluvísitalan muni hækka um 0,25% við sykurskattinn. Þá ætlar ríkið að herða skattaeftirlit - en talið er að ríkið verði af 40 milljarða króna skatttekjum á ári vegna undanskota. Hvaða leiðir stjórnvöld hyggjast fara til að skera niður í rekstri ríkisins hefur hins vegar ekki áður komið fram. Skera á niður hjá öllum ráðuneytum um 10% - nema 7% hjá menntamálaráðuneyti og 5% hjá félags- og heilbrigðisráðuneytum. Foreldrar sem eignast börn eftir fyrsta júlí fá að hámarki 350 þúsund krónur í fæðingarorlof - í stað 400 eins og nú er. Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verður lækkaða, grunnlífeyrir verður skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Hámark verður sett á gjafsóknir, tímakaup lögmanna í sakamálum verður lækkað og sóknargjöld verða lækkuð. Þá verða laun þeirra níu þúsund opinberra starfsmanna sem hafa yfir 400 þúsund krónur í heildarlaun, endurskoðuð. Forðast verður að segja upp fólki eftir fremsta megni.
Tengdar fréttir Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19. júní 2009 11:38
Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19. júní 2009 07:06