Lífið

Dóttir Tysons í bráðri lífshættu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mike Tyson flaug heim um leið og hann frétti af slysinu. Mynd/ AFP.
Mike Tyson flaug heim um leið og hann frétti af slysinu. Mynd/ AFP.
Fjögurra ára gömul dóttir Mikes Tysons hnefaleikakappa slasaðist alvarlega á heimilinu sínu í gær. Fox fréttastofan segir að 7 ára gamall bróðir stúlkunnar, sem heitir Exodus, hafi komið að henni þar sem hún hékk í snúru sem tengd var í hlaupabretti. Hún er nú í bráðri lífshættu á St. Josephs spítalanum.

Telpan var að leika sér nærri hlaupabrettinu á heimili fjölskyldunnar í Phoenix á meðan móðir hennar var að þrífa heimilið í gærmorgun. Þegar móðirin bað bróður stúlkunnar að gá að henni sá hann hvar hún hékk í snúrunni. Hann kallaði strax í móðurina sem hringdi strax í 911 og hóf fyrstu hjálp.

Tyson, sem hefur að undanförnu verið að kynna heimildarmynd um líf sitt, var í Las Vegas þegar óhappið varð og flaug heim um leið og hann heyrði tíðindin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.