Innlent

Ákvörðun um gæsluvarðhald í dag

Það ræðst í dag hvort lögregla krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þriðja manninum sem handtekinn var í gær vegna innbrots á heimili manns á Seltjarnarnesi fyrr í vikunni, en hinir tveir eru nú báðir í gæsluvarðhaldi. Þeir brutust inn á heimili mannsins og létu greipar sópa en þegar hann kom að þeim bundu þeir hann og yfirgáfu vettvang. Þýfið er einnig komið í leitirnar en í fyrstu var talið að það hefði gengið upp í fíkniefnaskuld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×