Innlent

Þórður dæmdur í árs keppnisbann

Þórður Þorgeirsson.
Þórður Þorgeirsson. Mynd/Anton

Þórður Þorgeirsson, sem rekinn var úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum í ágúst síðastliðinn hefur verið dæmdur í eins árs bann af aganefnd Landssambands hestamannafélaga. Bannið telur frá 3. ágúst 2009. Þetta kemur fram á vefnum hestafréttir.is en úrskurður LH féll 29. september síðastliðinn.

Í rökstuðningi dómsins segir að með hliðsjón af alvarleika agabrota Þórðar, sem hann framdi á heimsmeistaramóti hestamanna í Sviss í sumar telji aganefndin að hæfileg refsins sé 24 mánaða bann. Þórður sendi hins vegar frá sér afsökunarbeiðni vegna málsins og með vísan til þess var ákveðiið að dæma Þórð í árslangt bann.

Lögmaður Þórðar segir í samtali við Hestafréttir að sjálgert sé að vísa málinu til úrskurunardómstóls ÍSÍ og segir hann að öll meðferð og úrvinnsla málsins hafi verið á þann veg að ástæða sé til þess að efast um að dómurinn verði staðfestur hjá ÍSÍ.


Tengdar fréttir

Þórður biðst afsökunar á agabrotunum

Þórður Þorgeirsson, sem rekinn var úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum, hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni. Þórður var rekinn úr íslenska landsliðinu vegna agabrota.

Þórður tjáir sig ekki um brottreksturinn

Þórður Þorgeirsson knapi sem rekinn var úr landsliði íslenskra hestamanna vegna agabrota segir að gróflega hafi verið brotið á sér og hann leiti nú réttar síns vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×