Innlent

Segir umhverfisráðherra tefla atvinnuuppbyggingu í tvísýnu

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar mótmælir harðlega ákvörðun umhverfisráðherra um að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunnar um Suðuvesturlínu. Vilja þeir meina að með því tefji umhverfisráðherrann, Svandís Svarsdóttir, mikilvæga atvinnuuppbyggingu á svæðinu og tefli henni jafnvel í tvísýnu.

Bæjarstjórn bendir í þessu sambandi á að atvinnuástand á Suðurnesjum er hvað verst á öllu landinu og skatttekjur sveitarfélaganna í samræmi við það.

„Ákvörðun ráðherrans skemmir fyrir áralöngum undirbúningi og mikilli vinnu sveitarfélaganna í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórn bendir einnig á óöryggi á flutningi rafmagns inn á svæðið við núverandi aðstæður," segir jafnframt í bókun meirihlutans.

Bæjarstjórnin krefst þess að ákvörðun ráðherra verði endurskoðuð tafarlaust og hún dragi ákvörðun sína til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×