Innlent

Stóriðjan leggi sitt af mörkum

Er það til of mikils mælst að stóriðjufyrirtæki og stórnotendur raforku greiði lágt auðlindagjald eins og allir aðrir? Að þessu spyr Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í aðsendri grein um orku- og auðlindagjöld í Fréttablaðinu í dag.

Steingrímur segir að ekki hafi verið hjá því komist að leggja á orkugjöld til að ná jafnvægi í ríkisbúskapinn. Ósanngjarnt sé að ætlast til þess að almenningur axli allar byrðarnar einn. Þar geti stóriðjufyrirtæki lagt sitt af mörkum.

„Væru til dæmis 20 til 30 aurar á kílówattsstund óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir þau?" spyr ráðherrann.

- bs /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×