Innlent

Rósin afhjúpuð við hátíðlega athöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rósin var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í gær.
Rósin var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í gær.
Barnaheill á Íslandi afhjúpuðu minnisvarðann "Rósina" við hátíðlega athöfn í gær. Rósin er alþóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú og er ætlað að vera sameiningartákn fyrir börn á Íslandi og um allan heim.

Í fréttatilkynningu frá Barnaheillum segir að Rósinni sé ætlað að vera staður þar sem börn koma saman til að minna á réttindi sín og til að heiðra minningu barna um allan heim sem látist hafa af sjúkdómum, af slysförum, af illri meðferð eða í stríðsátökum.

Í ávarpi sem Helgi Ágústsson, formaður Barnheilla, hélt sagði hann m.a. að tryggja ætti öllum börnum öruggt líf og að virða ætti réttindi þeirra, hvar sem þau búa í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×