Innlent

Vill að þjóðin kjósi um Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir vill að þjóðin kjósi um Icesave.
Birgitta Jónsdóttir vill að þjóðin kjósi um Icesave.


Birgitta Jónsdóttir, sagði við lokaumræður um Icesave á þingi í kvöld, að þingmönnum bæri skylda til þess að samþykkja ekki eitthvað sem myndi valda þjóðinni skaða til lengri tíma. Hún sagði að allt tal um sjö ára skjól fyrir skuldbindingunni vegna þess að greiðslur af Icesave skuldbindingunum hæfust ekki fyrr en 2016 væri blekking. Tekjuskattur frá 80 þúsund Íslendingum færu í að greiða vexti.

Hún spurði hvort þingmenn gerðu sér grein fyrir því að ef málið yrði samþykkt myndu grunnstoðir þessa kerfis bresta. „Þykir þeim eðlilegt að samþykkja þennan myllustein á komandi kynslóðir, jafnvel þvert á eigin sannfæringu?"

Birgitta sagði að þjóðin ætti að fá að kjósa um Icesave málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×