Innlent

Hestur einn á ferð í Grafarvogi

Búið er að koma böndum á hestinn.
Búið er að koma böndum á hestinn.
Vegfarendum í Foldahverfi í Grafarvogi brá heldur betur í brún þegar þeir sáu hest að spóka sig í hverfinu um hádegisbil í dag.

Árvökull vegfarandi og einn leikskólakennari á leikskólanum Foldaborg náðu svo að koma taumi í hestinn og leiða hann inn á lóð Foldaborgar. Þangað kom svo starfsmaður frá Reykjavíkurborg til þess að ná í hestinn.

Ekki er vitað á þessari stundu hvaðan hesturinn kemur því drjúgur spotti er í næsta hesthús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×