Innlent

Hvalaskoðunarfyrirtæki kvarta undan Steingrími

Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna veiðiheimilda á Hrefnum sem Steingrímur J. Sigfússon samþykkti.
Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna veiðiheimilda á Hrefnum sem Steingrímur J. Sigfússon samþykkti.

Hvalaskoðunarfyrirtækin Hvalaskoðun Reykjavík og Norðursigling hafa kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, vegna úthlutunar veiðiheimilda á hval í sumar.

Framkvæmdastjórar hvalaskoðunarfyrirtækjanna telja að með því að staðfesta ákvörðun Einars K. Guðfinnsonar, fyrrum sjávarútvegsráðherra um hrefnuveiðar, hafi núverandi sjávarútvegsráðherra brotið jafnræðisreglu stjórnarskráarinnar auk jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar.

Í tilkynningu sem fyrirtækin sendu frá sér stendur:

Með reglugerð Einars K. Guðfinnssonar var fámennum hópi úhlutað aðgangur að auðlindum hafsins í formi veiðileyfa án þess að auglýst væri að slíkt stæði til og er það skýlaust brot á jafnræðisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglum stjórnsýsluréttar. Þá getur það naumast talist eðlilegt í réttarríki að ráðherra sem hefur mist sitt lýðræðislega umboð og situr í ríkisstjórn með heimildir starfsstjórnar geti upp á sitt einsdæmi sett slíkar viðmiðanir við úthlutun takmarkaðra gæða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×