Lífið

Stefán Hilmars kominn í djassinn

bláir skuggar Engir aukvisar þar á ferð en með þessum djasshundum ætlar Stefán Hilmarsson að syngja.
bláir skuggar Engir aukvisar þar á ferð en með þessum djasshundum ætlar Stefán Hilmarsson að syngja.

„Já, já, þess vegna er hann hér – æðislegur trommari,“ segir Sigurður Flosason saxófónleikari og er að tala um goðsögnina Pétur Östlund.

Hljómsveit Sigurðar, Bláir skuggar, mun koma fram á Djasshátíð Garðabæjar sem haldin er árlega. Þetta er í fjórða skipti sem hún er haldin og stendur yfir helgina. Sigurður leggur áherslu á að frítt sé á alla viðburði hátíðarinnar en þar koma fram ásamt Bláum skuggum tríó Ómars Guðjónssonar auk þeirra hjóna Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar sem flytja rómaða sálmadagskrá sína.

Djasssveitin Bláir skuggar er ekki skipuð neinum aukvisum – rjóminn af hinni svokölluðu útlendingahersveit, það er landflótta djössurum, þeir Pétur Östlund og gítarsnillingurinn Jón Páll Bjarnason eru þar ásamt þeim Sigurði og Þóri Baldurssyni sem spilar á hammond orgel. Og það sem meira er: Sérlegur gestur hinna Bláu skugga er Stefán Hilmarsson. Stefán er vitaskuld einhver þekktasti dægurlagasöngvari landsins en ekki var vitað til þess að hann legði fyrir sig að syngja djass. Og verður forvitnilegt að sjá hvernig hann plumar sig með gömlu djasshundunum.- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.