Innlent

Lyfjastuldur í Þorlákshöfn

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn. MYND/Einar Elíasson.
Lyfjum var stolið úr apóteki Lyfja og heilsu í Þorlákshöfn í nótt. Þjófarnir notuðu bíltjakk til að brjóta þar rúðu til að komast inn, og hafa meiðst við það, því blóð var á vettvangi þegar lögregla kom, á staðinn laust fyrir klukkan sex í morgun. Þá voru þjófarnir á bak og burt, en vitni sáu svartan Volkswagen Golf aka af vettvangi. Ekki liggur fyrir hversu miklu eða hverskonar lyfjum var stolið, nema hvað lífshættulegra lyfja er ekki saknað.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×