Innlent

Önnur mynd af bankahruninu

Siv Friðleifsdóttir, framsóknarkona, segir atburðarrásina í kringum bankahrunið ævintýrlega.
Siv Friðleifsdóttir, framsóknarkona, segir atburðarrásina í kringum bankahrunið ævintýrlega.

„Fundurinn gaf mér aðra mynd en ég hafði gert mér í hugarlund um bankahrunið," segir Siv Friðleifsdóttir þingkona Framsóknaflokksins, um fund sem hún átti með utanríkisnefndinni um samskipti íslenskra yfirvalda við þau bresku í morgun.

Fundurinn fjallaði meðal annars um samskipti ríkjanna í kringum þá afdrifaríku helgi, þriðja til sjötta október á síðasta ári. Sjálf segir Siv að atburðarrásin hafi verið ævintýraleg.

Trúnaðargögn voru lögð fram á fundinum og mátti Siv ekki ræða þau opinberlega. Hún hvetur hinsvegar Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að íhuga alvarlega að aflétta leyndinni.

Meðal þeirra sem sátu fundinn var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×