Innlent

Víða þurfti aðstoð vegna veðurs á Vesturlandi

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Stöð 2

Björgunarsveitarmenn frá Barðaströnd voru kallaðir út á sjöunda tímanum í gærkvöldi til að aðstoða fólk í nokkrum föstum bílum á Klettshálsi á Vestfjörðum. Einnig fóru lögreglumenn frá Patreksfirði til hjálpar.

Björgunarleiðangurinn stóð fram eftir öllu kvöldi og voru erlendir ferðamenn meðal þeirra, sem lentu í vanda, en engan sakaði. Vetrarfæri er víðast hvar á Vestfjörðum og sumstaðar var orðið þungfært í gærkvöldi. Þá gekk á með mjög hvössum hviðum á sunnanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi og fram á nótt, en ekki er vitað um óhöpp eða slys þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×