Innlent

Hálka á Holtavörðuheiði

Á Holtavörðuheiði er hálka og talsverður skafrenningur. Hálkublettir eru í Heydal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálkublettir og skafrenningur er á Bröttubrekku en hálka í Miðdölum og á Svínadal.

Þá eru hálkublettir nokkuð víða á Vestfjörðum. Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir og skafrenningur á Ennishálsi. Þungfært og skafrenningur er á Klettshálsi. Ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og  Eyrarfjalli - og eins á norðanverðum Ströndum.

Vegna aurbleytu og hættu á skemmdum hefur allur akstur nú verið bannaður á allmörgum hálendisleiðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×