Innlent

Vill ekki upplýsa hverjir hafa fengið viðtal

Forsætisráðuneytið neitar að upplýsa hverjir hafa fengið viðtal hjá Jóhönnu Sigurðaróttur síðan núverandi stjórn tók við valda þann 1. febrúar.

Ákvörðun ráðuneytisins er rökstudd í bréfi til Fréttablaðsins en það voru blaðamenn þess sem óskuðu eftir upplýsingunum. Í bréfi ráðuneytisins er vísað í upplýsingalög sem segja að stjórnvöld eigi ekki að þurfa að útbúa ný gögn til að upplýsa almenning.

Skilningur ráðuneytissins er sem sagt sá að með því að taka saman lista yfir þá sem fengið hafa viðtal hjá Jóhönnu undanfarna mánuði væri verið að útbúa ný gögn.

Og upplýsingalögin skylda ráðuneytið ekki til þess. Sömu lög kveða hins vegar skýrt á um að beiðnum um upplýsingar, til að mynda þeirri sem fréttablaðið sendi, skuli svararð innan sjö daga. Ráðuneytið tók sér hins tæpan mánuð í að svara blaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×