Erlent

Gjald á starfsmannastæði 2012

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Yfirvöld í Nottingham í Bretlandi munu í dag kynna nýja gjaldtöku sem tekur gildi árið 2012 og hefur þegar vakið úlfúð hjá vinnuveitendum og samtökum bíleigenda. Þetta er 250 punda, eða rúmlega 50.000 króna, gjald sem leggst árlega á alla vinnustaði,með ellefu eða fleiri starfsmannabílastæði. Líklegt er talið að fleiri borgir og sveitarfélög fylgi í kjölfarið með slíka gjaldtöku. Í Nottingham fara 40.000 manns akandi til vinnu sinnar dag hvern en tíu milljónir í landinu öllu. Nýja gjaldinu er ætlað að draga úr mengun en samtökum bíleigenda þykir einsýnt að vinnuveitendur muni með einhverjum hætti velta því yfir á starfsfólkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×