Innlent

Ríkisstjórnin vel á veg komin

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Mynd/Anton Brink
Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hefur afgreitt 32 af 48 málum sem eru á hundrað daga lista hennar samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fimmtíu dagar eru síðan ríkisstjórnin hófst handa.

Á listanum eru jafnt mál sem teljast til bráðaaðgerða í efnahags- , atvinnu- og bankamálum, en líka mál sem varða framtíðarhag, svo sem stefna í ríkisfjármálum til 2013, mótun nýrrar orkustefnu, uppbygging sóknaráætlana fyrir alla landshluta og ný náttúruverndaráætlun.

Málunum 48 er skipt upp í sjö flokka; efnahagsmál, endurreisn bankakerfisins, fjármál hins opinbera, atvinnumál og velferð heimila og fyrirtækja, umhverfi og auðlindir, lýðræði mannréttindi og stjórnkerfisumbætur og utanríkis- og evrópumál.

Þau sextán mál sem eftir standa eru í undirbúningi eða langt komin í vinnslu. Þar má nefna samninga til að leysa úr vanda vegna erlendra eigenda krónubréfa, óafgreidd mál í bankakerfinu þar sem lokadagsetning hefur þegar verið fastsett og mál er varða skuldastöðu heimilanna, kynningu úrræða sem í boði eru og endurskoðun þeirra ef þörf krefur.

Nánari upplýsingar um aðgerðalistann og gang hans má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×