Innlent

Ljósaganga farin til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum

Lagt verður af stað frá Þjóðmenningarhúsi klukkan sjö í kvöld og gengið niður að Sólfarinu þar sem Friðarsúlan verður tendruð klukkan korter í átta.
Lagt verður af stað frá Þjóðmenningarhúsi klukkan sjö í kvöld og gengið niður að Sólfarinu þar sem Friðarsúlan verður tendruð klukkan korter í átta. Mynd/GVA

Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, verður alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 19. sinn. Átakinu verður formlega ýtt úr vör með Ljósagöngu til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og hvetja til aðgerða.

Lagt verður af stað frá Þjóðmenningarhúsi klukkan sjö í kvöld og gengið niður að Sólfarinu þar sem Friðarsúlan verður tendruð klukkan korter í átta.

Enda þótt staða íslenskra kvenna sé sterk á mörgum sviðum þá er kynbundið ofbeldi alvarlegt vandamál hér á landi, að fram kemur í tilkynningu. „Árið 2008 leituðu 547 einstaklingar til Stígamóta en frá upphafi samtakanna til ársloka 2008 hafa alls 5,279 manns leitað þar aðstoðar. 22 % íslenskra kvenna hafa einhvern tíma á ævinni hafa verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka en 530 konur hafa leitað til Kvennaathvarfs á árinu 2009 - komur til samtakanna eru frá upphafi um 5800."

Fram kemur í tilkynningunni að í fararbroddi verða kyndilberar sem láta sig málefnið varða, meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, Jón Páll Eyjólfsson, leikskáld, Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi Íslands, Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Latifa Hamidi, starfkona UNifem og læknir í Afganistan. Ragnhildur Gísladóttir, tónskáld og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, höfundur bókarinnar Ofbeldi á Íslandi á mannamáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×