Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2009 10:01 Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. Búist er við að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boði til fréttamannafundar jafnvel fyrir hádegi í dag, til að kynna niðurstöðu samninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur breska fjármálaráðuneytið nú þegar sett afnám hryðjuverkalaganna í feril, en það mun taka um hálfan mánuð að taka gildi. Miðað er við að lögin falli úr gildi hinn 15. júní næst komandi og þann sama dag verður losað um frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða íslenskra króna vegna samningsins. Í Bretlandi er skuldbindingin 2,2 milljarðar punda, en vegna Icesave reikninganna í Hollandi er skuldbindingin 1,2 milljarðar evra. Með samkomulaginu ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda innistæður upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tryggja löndum sínum 100 prósent af innistæðum þeirra, og því mun breska ríkið greiða 2,4 milljarða punda vegna Icesave og hollenska ríkið hálfa milljón evra. Ríkin tvö verða því fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna Icesave. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva. Í samkomulaginu er gengið út frá að 75 prósent af eignum Landsbankans innheimtist, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að 85 prósent eigna inniheimtist og breskt endurskoðunarfyrirtæki reiknar með að 95 prósent eigna bankans skili sér. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. Búist er við að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boði til fréttamannafundar jafnvel fyrir hádegi í dag, til að kynna niðurstöðu samninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur breska fjármálaráðuneytið nú þegar sett afnám hryðjuverkalaganna í feril, en það mun taka um hálfan mánuð að taka gildi. Miðað er við að lögin falli úr gildi hinn 15. júní næst komandi og þann sama dag verður losað um frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða íslenskra króna vegna samningsins. Í Bretlandi er skuldbindingin 2,2 milljarðar punda, en vegna Icesave reikninganna í Hollandi er skuldbindingin 1,2 milljarðar evra. Með samkomulaginu ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda innistæður upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tryggja löndum sínum 100 prósent af innistæðum þeirra, og því mun breska ríkið greiða 2,4 milljarða punda vegna Icesave og hollenska ríkið hálfa milljón evra. Ríkin tvö verða því fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna Icesave. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva. Í samkomulaginu er gengið út frá að 75 prósent af eignum Landsbankans innheimtist, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að 85 prósent eigna inniheimtist og breskt endurskoðunarfyrirtæki reiknar með að 95 prósent eigna bankans skili sér.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira