Innlent

Skútumennirnir komnir á Hraunið

Flugvélin sem flaug með smyglskútufangana frá Egilsstöðum lenti á Selfossi rétt eftir klukkan fimm í dag. Þaðan voru fangarnir keyrðir í þremur bifreiðum að áfangastaðnum á Litla Hrauni, en þangað komu þeir um hálfsexleytið.

Fyrr í dag voru þeir Rúnar Þór Róbertsson og Árni Hrafn Ásbjörnsson úrskurðaðir í gæsluvarðhaldi til 12. maí ásamt hollenskum karlmanni sem var með þeim um borð í skútunni.

Líkt og komið hefur fram í fréttum er talið að þeir hafi flutt rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins um helgina.

Þrír aðrir voru handteknir vegna málsins um helgina og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí.









Varðskipið Týr sigldi skútuna uppi í fyrrakvöldLandhelgisgæslan
Frá aðgerðunum úti á sjóLandhelgisgæslan
Skútan er skráð í BelgíuLandhelgisgæslan
Skútan komin til hafnar á Eskifirði í morgunPjetur
Töluverðan tíma tók að sigla skútunni til landsPjetur
Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands í dag.Pjetur
Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands í dag.Pjetur
Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands í dag.Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×