Erlent

Líkin frá Írak voru breskir gíslar

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Verktaki í Írak. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Verktaki í Írak. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Bresk yfirvöld hafa nú staðfest að líkin tvö sem þau fengu afhent í gær frá Írak séu af breskum ríkisborgurum sem teknir voru í gíslingu árið 2007.

Mennirnir tveir, þeir Jason Swindlehurst og Jason Creswell, voru við störf í Írak sem lífverðir sjálfstætt starfandi ráðgjafa. Ráðgjafinn var einnig tekinn í gíslingu auk tveggja lífvarða til viðbótar. Talið er að þeir séu enn í haldi gíslatökumannanna.

Enn er ekki ljóst hverjar dánarorsakir mannanna eru.






Tengdar fréttir

Óttast að lík frá Írak séu breskir gíslar

Bresk yfirvöld hafa fengið tvö lík frá Írak, sem óttast er að séu breskir gíslar. Þessu greindi utanríkisráðherra Bretlands, David Miliband, frá í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×